Upplýsingar í síma: 837 77 50 frá 9-17

Dráttarbeisli

show blocks helper

Showing 1–30 of 2931 results

Dráttarkrókur býður upp á þann möguleika að tengja kerru við bílinn og þannig auka töluvert flutningsgetuna. Því miður koma ekki allir bílar með dráttarkrók sem staðalbúnað, en dráttarkrókur getur komið sér vel við ólíklegustu aðstæður og því mælum við með að gera hann að þeim búnaði í þínum bíl.

Það er mikilvægt að velja dráttarbeisli sem hannaður er fyrir þína bíltegund, undirtegund og árgerð. Þetta vitum við og hjálpum þér að finna þann krók er hentar þér og þínum þörfum sem allra best.

Okkar dráttarbeisli eru sérstaklega hönnuð fyrir hverja og eina bíltegund sem gerir það að verkum að ekki þarf að bora nein göt í grind bílsins.

Þegar ákvörðun um kaup hafa verið gerð eru þrjú atriði sem hafa ber í huga. Hvernig krókur hentar þér, hver er leyfileg dráttargeta og hvernig rafkerfi hentar þér. Rafkerfin sem við bjóðum uppá eru sérsniðin að hverri og einni bíltegund. Þau eru með þar til gerðum tengjum sem passa í tengin sem fyrir eru í bílnum og ætlast er til af framleiðanda að séu notuð í þessum tilgangi.

Öll okkar dráttarbeisli eru gerð úr hágæða stáli.