Upplýsingar í síma: 837 77 50 frá 9-17

Dráttarkrókur, allt sem þú þarft að vita fyrir uppsetningu.

Dráttarkrókur allt sem þú þarft að vita

Það er eitt að eiga bíl en annað að nýta praktíska möguleika hans. Hægt er að auka þá verulega með dráttarkrók sem sjaldan er hluti af staðalbúnaði bíla. Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma þessari gagnlegu viðbót fyrir upp á eigin spýtur. Kynntu þér með því að lesa þessa grein af hverju það sé þess virði að setja upp dráttarkrók og hvort þú getir gert það sjálfstætt.

Áður en þú velur dráttarkrók fyrir bílinn

Kostirnir við að hafa dráttarbeisli koma upp í hugann samstundis. Búnaðurinn auðveldar að flytja eftirvagna, hjólagrind og jafnvel hjólhýsi. Áður fyrr voru dráttarkrókar hluti af staðalbúnaði bíla og voru festir á við framleiðslu í verksmiðjunni. Í dag verður það sífellt erfiðara að kaupa bíl þar sem dráttarkrókur fylgir með frá upphafi. Ef að spurt er hvort það borgi sig að koma fyrir dráttarkrók í bíl svara ég hiklaust JÁ. Það er alltaf gott að hafa möguleika á að stækka við farangurshólfið – sérstaklega í fríi eða flutningum.

Dráttarkrókur – hvað skal velja?

Bílaeigendur sem hafa ákveðið að koma fyrir dráttarkrók í bílnum sínum hafa um nokkrar gerðir að velja. Þeir þurfa að muna að Evrópusambandið krefst þess af bílstjórum að fjarlægja dráttarkrókinn þegar hann er ekki í notkun, annað varðar sektum. Svo að hvaða gerðir eru í boði? Hentugust er sennilega gerðin með losanlegri kúlu en það er ekkert því til fyrirstöðu að kaupadráttarkrók með fastri kúlu. Losanlegu dráttarkrókarnir eru oftast dýrari en þeir bjóða eigandanum upp á meiri valmöguleika.

Mismunandi dráttarkrókar eru í boði á markaðnum. Það eru til afskrúfanlegir, aftengdir sjálfvirkt og svo snúanlegir. Þeir fyrstu eru vanalega á viðráðanlegu verði en uppsetningin er tímafrek og krefst sérstakra verkfæra. Þá sjálfvirku er einfaldara að taka af – sérstakur búnaður gerir kleift að taka kúluna af króknum á auðveldan hátt. Snúningskrókar er á hinn bóginn þægilegastir. Þessa gerð af dráttarkrók er auðveldlega hægt að fela undir stuðaranum og forðast þannig að fá sekt.

Notaður dráttarkrókur?

Við erum með slæmar fréttir fyrir bílaeigendur sem vilja koma fyrir dráttarkrók á bílnum sínum en hafa á sama tíma áhyggjur af kostnaði sem tengist því að kaupa nýjan. Uppsetning á notuðum dráttarkrók getur leitt til fjölmargra vandamála. Í fyrsta lagi þarf hann að vera með læsilega merkiplötu fyrir skráningu. Í öðru lagi þarf hann að hafa virkt rafkerfi til að lýsa eftirvagninn. Dráttarkrókur sem ekki hefur verið notaður lengi eða er úr sér genginn getur haft slitin eða ryðguð tengi og rafkerfið mögulega ekki virkað sem skyldi.

Bíltegund og val á dráttarkrók

Það þarf að hafa í huga að hver bíltegund er öðruvísi svo að einnig dráttarkrókurinn ætti að passa við tiltekin sérkenni hans. Fyrst og fremst eru það framleiðsludagsetning, yfirbygging, tegund og undirtegund sem skipta máli. Það er einnig einstaklega mikilvægt að velja dráttarkróka frá þekktum framleiðendum því vörur þeirra hafa evrópska gerðaviðurkenningu. Það tryggir að uppsett dráttarbeisli verði örugg fyrir aðra í umferðinni og fyrst og fremst að þau henti ökutækinu.

Get ég sett sjálfur upp dráttarkrók?

Það er ekki rétt að aðeins reyndur bífvélavirki geti sett upp dráttarkrók. Þeir sem ekki búa yfir eigin verkstæði geta tekið að sér uppsetninguna í ökutækinu sínu og það verður í samræmi við allar reglur. Það er þó mikilvægt að muna að eldri tegundir bíla eiga ekki í vandamálum við tengd rafkerfi en nýjar gerðir geta sýnt tilkynningar um villur vegna óþekktrar tengingar við aksturstölvuna. Þá getur reynst nauðsynlegt að fara á bifvélaverkstæði.

Mundu að skrá dráttarkrókinn

Hvort sem þér hefur tekist að setja upp dráttarkrókinn sjálfstætt í bílnum þínum eða þú hefur ákveðið að nýta þér þjónustu bifvélavirkja máttu ekki gleyma skráningunni. Við skoðun á bílnum mun skoðunarmaður athuga hvernig dráttarkrókurinn er settur upp og einnig hvort rafkerfið virki rétt.